Íþróttir

true

Víkingur Ó vann Hauka í síðasta leik tímabilsins

Víkingur Ólafsvík tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á laugardaginn í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu og unnu heimamenn þægilegan sigur, 3-0. Mitchell Reece kom Víkingi yfir eftir tæplega hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik. Fyrirliðinn Bjartur Bjarmi Barkarson bætti við öðru marki fyrir heimamenn eftir klukkutíma leik og fjórum mínútum síðar…Lesa meira

true

Skagamenn skoruðu öll mörkin á móti Leikni

ÍA og Leiknir Reykjavík mættust í miklum fallbaráttuslag á laugardaginn í lokaumferð Bestu deildar karla í knattspyrnu og fór leikurinn fram í bongóblíðu á Akranesvelli. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleiknum, Leiknismenn voru meira með boltann en ógnuðu lítið. Það dró svo til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks þegar Gísli Laxdal Unnarsson fékk…Lesa meira

true

Hreinn úrslitaleikur í kvöld við Holland

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir í kvöld Hollandi í síðasta leik sínum í undankeppni fyrir HM 2023. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um sæti á mótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja Sjálandi, en jafntefli dugar íslenska liðinu til að komast áfram. Leikurinn gegn Hollandi hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma og er sýndur í…Lesa meira

true

Víkingur Ó. hafði betur gegn Reyni Sandgerði

Víkingur Ólafsvík og Reynir Sandgerði mættust á laugardaginn í 2. deild karla í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli og lauk leiknum með naumum sigri heimamanna, lokatölur 2-1 fyrir Víking. Luke Williams kom Víkingi yfir á 23. mínútu með sínu fyrsta marki í sumar og síðan var það fyrirliðinn Bjartur Bjarmi Barkarson sem bætti við öðru marki úr…Lesa meira

true

Kári gerði jafntefli við Vængi Júpiters

Kári og Vængir Júpiters áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og fór viðureignin fram í Akraneshöllinni. Vængir Júpiters komust yfir á 13. mínútu þegar Bjarki Fannar Arnþórsson skoraði fyrir gestina og þó að Kári væri meira með boltann það sem eftir lifði af hálfleiknum sköpuðu þeir sér lítið sem ekkert af…Lesa meira

true

Skagakonur unnu sigur á ÍR og eiga enn möguleika

ÍA tók á móti ÍR í úrslitakeppni sex efstu liða í 2. deild kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á Akranesvelli. Skagakonur mættu vel stemmdar til leiks og voru ívið hættulegri í fyrri hálfleiknum og fengu nokkur góð færi sem þær náðu ekki að nýta. Fyrsta mark leiksins kom sex mínútum fyrir lok…Lesa meira

true

Jafntefli hjá ÍA og KR í miklum markaleik

Skagamenn tóku á móti KR í 20. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram í blíðskaparveðri á Akranesvelli. Það blés þó ekki byrlega fyrir ÍA í byrjun leiksins því eftir tæpan hálftíma leik voru gestirnir komnir með þriggja marka forystu. Fyrst skoraði fyrrum leikmaður ÍA Aron Kristófer Lárusson með hörkuskoti…Lesa meira

true

Golfklúbburinn Mostri vann Vestarr í Rydernum

Golfklúbburinn Mostri úr Stykkishólmi og Golfklúbburinn Vestarr frá Grundarfirði áttust við á laugardaginn í seinni umferð í Rydernum og fór viðureignin fram á Bárarvellinum í Grundarfirði. Völlurinn var í toppstandi og var spilað við frábærar aðstæður. Sigurvegarar að þessu sinni voru Mostra menn og tóku glaðir með sér bikarinn heim.Lesa meira

true

Grótta og ÍA gerðu jafntefli í úrslitakeppni 2. deildar kvenna

Á föstudagskvöldið mættust lið Gróttu og ÍA í úrslitakeppni sex efstu liða í 2. deild kvenna í knattspyrnu og fór viðureignin fram á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. María Lovísa Jónasdóttir kom Gróttu yfir eftir tæpan hálftíma leik en Erla Karitas Jóhannesdóttir jafnaði metin á 37. mínútu fyrir ÍA og þannig var staðan í hálfleik. Leikmönnum beggja…Lesa meira

true

Þriðja jafntefli Víkings í röð með markatölunni 3-3

Víkingur Ólafsvík tók á móti KF í Ólafsvík á laugardaginn í 2. deild karla í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur var með allra fjörugasta móti því alls voru skoruð fimm mörk og það voru gestirnir sem komust yfir á elleftu mínútu með marki frá Cameron Botes. En á aðeins fjögurra mínútna kafla eftir hálftíma leik gerðust ótrúlegir…Lesa meira