Andri Þór Sólbergsson fékk rautt spjald gegn Reyni Sandgerði. Hér í leik á móti KF fyrr í sumar. Ljósm. af

Víkingur Ó. hafði betur gegn Reyni Sandgerði

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Víkingur Ólafsvík og Reynir Sandgerði mættust á laugardaginn í 2. deild karla í knattspyrnu á Ólafsvíkurvelli og lauk leiknum með naumum sigri heimamanna, lokatölur 2-1 fyrir Víking. Luke Williams kom Víkingi yfir á 23. mínútu með sínu fyrsta marki í sumar og síðan var það fyrirliðinn Bjartur Bjarmi Barkarson sem bætti við öðru marki úr vítaspyrnu eftir rúmlega hálftíma leik, staðan 2-0 í hálfleik.\r\n\r\nMagnús Magnússon minnkaði muninn fyrir Reyni á 68. mínútu og hleypti smá spennu í leikinn. Þremur mínútum fyrir leikslok fékk Adrian Sanchez í liði Víkings beint rautt spjald og samherji hans, Andri Þór Sólbergsson, fékk síðan tvö gul spjöld í uppbótartíma með tveggja mínútna millibili og þar með rautt en það kom ekki að sök. Víkingur náði mikilvægum þremur stigum því liðið tryggði sér sæti sitt í deildinni á næsta tímabili með þessum sigri og skildi Reynismenn eftir í erfiðri stöðu. Víkingur er í níunda sæti með 22 stig, KFA með 20 stig í tíunda sæti, Reynir með 14 stig nánast fallinn og neðstur er Magni með aðeins ellefu stig og fallinn í 3. deild.\r\n\r\nNæsti leikur Víkings í deildinni er á móti KFA í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði næsta laugardag og hefst klukkan 15.15.",
  "innerBlocks": []
}
Víkingur Ó. hafði betur gegn Reyni Sandgerði - Skessuhorn