
Úr leik Skagamanna og Leiknis á laugardaginn. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson.
Skagamenn skoruðu öll mörkin á móti Leikni
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "ÍA og Leiknir Reykjavík mættust í miklum fallbaráttuslag á laugardaginn í lokaumferð Bestu deildar karla í knattspyrnu og fór leikurinn fram í bongóblíðu á Akranesvelli. Fátt var um fína drætti í fyrri hálfleiknum, Leiknismenn voru meira með boltann en ógnuðu lítið. Það dró svo til tíðinda undir lok fyrri hálfleiks þegar Gísli Laxdal Unnarsson fékk boltann fyrir utan teig Leiknismanna og tók þar tvö tékk áður en hann sendi boltann inn í teiginn. Þar barst hann til Hauks Andra Haraldssonar sem átti laust skot að marki og fór boltinn af varnarmanni Leiknis beint fyrir fætur Eyþórs Arons Wöhler sem kom boltanum framhjá markmanni Leiknis og í netið. Sjötta mark Eyþórs Arons í deildinni í sumar og staðan í hálfleik 1-0 fyrir ÍA.\r\n\r\nÍ byrjun síðari hálfleiks færðu Skagamenn sig aftar á völlinn þó nóg væri eftir af leiknum og þeir fengu það fljótlega í bakið. Leiknismenn fengu þá aukaspyrnu á vinstri kanti, tóku hana stutt og fyrirgjöf Kristófers Konráðssonar rúllaði framhjá tveimur varnarmönnum ÍA og síðan af Tobias Staagard í eigið mark, staðan 1-1. Leiknismenn voru mun sprækari eftir jöfnunarmarkið og áttu skot í slá Skagamanna skömmu síðar en síðan róaðist leikurinn og var í miklu jafnvægi. En undir lok leiksins fór hann aftur á flug og Steinar Þorsteinsson fékk dauðafæri fyrir ÍA fjórum mínútum fyrir leikslok en skaut yfir. Tveimur mínútum síðar fengu gestirnir hornspyrnu þar sem boltinn fór yfir varnarmenn ÍA, í Viktor Jónsson og þaðan í netið, afar svekkjandi fyrir heimamenn. Steinar fékk síðan annað tækifæri í uppbótartíma en varnarmaður Leiknis náði að henda sér fyrir skot hans og Leiknismenn fögnuðu mikilvægum sigri, lokatölur 1-2 fyrir Leikni á Skipaskaga.\r\n\r\nStaðan fyrir úrslitakeppni sex neðstu liðanna er sú að Keflavík er með 28 stig, Fram með 25 stig, ÍBV og Leiknir R. eru með 20 stig, FH með 19 stig og ÍA með aðeins 15 stig. Það er ljóst að baráttan um það að forðast fall verður á milli fjögurra neðstu liðanna og að Skagamenn mega ekki tapa mörgum stigum í þessum fimm leikjum sem framundan eru í október til að sleppa við það að leika í Lengjudeildinni á næsta tímabili.\r\n\r\nNú tekur við landsleikjahlé og síðan úrslitaleikurinn í Mjólkurbikar karla áður en úrslitakeppnin hefst fyrstu vikuna í október og lýkur henni í lok október ef Guð og veðurguðirnir lofa. Í þessum fimm leikjum munu Skagamenn spila tvo leiki á heimavelli og þrjá leiki á útivelli sökum þess að þeir enduðu í neðsta sæti Bestu deildarinnar. Í viðtali eftir leikinn sagði Jón Þór Hauksson þjálfari Skagamanna að þeir þyrftu að brýna stálið og mæta af krafti til leiks í úrslitakeppnina. „Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá okkur eins og við gerðum í dag, það er alveg ljóst.“",
"innerBlocks": []
}