Franz Bergmann skoraði jöfnunarmarkið fyrir Kára. Ljósm. vaks

Kári gerði jafntefli við Vængi Júpiters

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Kári og Vængir Júpiters áttust við í 3. deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið og fór viðureignin fram í Akraneshöllinni. Vængir Júpiters komust yfir á 13. mínútu þegar Bjarki Fannar Arnþórsson skoraði fyrir gestina og þó að Kári væri meira með boltann það sem eftir lifði af hálfleiknum sköpuðu þeir sér lítið sem ekkert af færum, staðan 0-1 fyrir Vængina í hálfleik.\r\n\r\nKári hélt áfram að leita að jöfnunarmarkinu í seinni hálfleik en gekk lítið. Það var síðan varamaðurinn Franz Bergmann Heimisson sem bjargaði stigi fyrir Kára á 76. mínútu þegar hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn gestanna og kláraði færið afbragðsvel. Lítið markvert gerðist eftir þetta í frekar daufum leik sem ekki fer í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi, lokatölur 1-1.\r\n\r\nNæsti leikur Kára í deildinni er gegn ÍH næsta laugardag í knattspyrnuhöllinni Skessunni í Hafnarfirði og hefjast leikar stundvíslega klukkan 14.",
  "innerBlocks": []
}
Kári gerði jafntefli við Vængi Júpiters - Skessuhorn