
Bjartur Bjarmi í baráttu við leikmann Hauka í leiknum. Ljósm. af
Víkingur Ó vann Hauka í síðasta leik tímabilsins
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Víkingur Ólafsvík tók á móti Haukum úr Hafnarfirði á laugardaginn í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu og unnu heimamenn þægilegan sigur, 3-0. Mitchell Reece kom Víkingi yfir eftir tæplega hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik.\r\n\r\nFyrirliðinn Bjartur Bjarmi Barkarson bætti við öðru marki fyrir heimamenn eftir klukkutíma leik og fjórum mínútum síðar komst Björn Axel Guðjónsson einnig á blað fyrir Víking. Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum, öruggur sigur heimamanna staðreynd og gott vegarnesti inn í næsta tímabil.\r\n\r\nVíkingur endaði í sjöunda sæti deildarinnar í sumar með 28 stig, vann sjö leiki, gerði sjö jafntefli og tapaði átta leikjum með markatöluna 43:41. Markahæsti leikmaður liðsins var Andri Þór Sólbergsson með tíu mörk, Bjartur Bjarmi Barkarson skoraði átta og Luis Romero Jorge sex mörk. Þjálfari Víkings var Guðjón Þórðarson og aðstoðarþjálfari Brynjar Kristmundsson.",
"innerBlocks": []
}