Erla Karitas skoraði jöfnunarmark ÍA á móti Gróttu. Ljósm. vaks

Grótta og ÍA gerðu jafntefli í úrslitakeppni 2. deildar kvenna

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Á föstudagskvöldið mættust lið Gróttu og ÍA í úrslitakeppni sex efstu liða í 2. deild kvenna í knattspyrnu og fór viðureignin fram á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi. María Lovísa Jónasdóttir kom Gróttu yfir eftir tæpan hálftíma leik en Erla Karitas Jóhannesdóttir jafnaði metin á 37. mínútu fyrir ÍA og þannig var staðan í hálfleik.\r\n\r\nLeikmönnum beggja liða tókst ekki að komast á blað í seinni hálfleik og niðurstaðan því jafntefli, 1-1. Skagakonur eru nú sjö stigum á eftir ÍR sem er í öðru sæti með 29 stig og mæta þeim í næstu umferð sem fram fer næsta laugardag. Það er ljóst að ekkert annað en sigur dugir í þeim leik til að ÍA eigi einhverja möguleika á að komast upp í Lengjudeildina að nýju og það er ljóst að tapi þær leiknum er sá draumur úr sögunni. Leikurinn verður á Akranesvelli og hefst klukkan 14.",
  "innerBlocks": []
}
Grótta og ÍA gerðu jafntefli í úrslitakeppni 2. deildar kvenna - Skessuhorn