ÍA er enn með í baráttunni um að komast upp í Lengjudeildina. Ljósm. sas

Skagakonur unnu sigur á ÍR og eiga enn möguleika

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "ÍA tók á móti ÍR í úrslitakeppni sex efstu liða í 2. deild kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á Akranesvelli. Skagakonur mættu vel stemmdar til leiks og voru ívið hættulegri í fyrri hálfleiknum og fengu nokkur góð færi sem þær náðu ekki að nýta. Fyrsta mark leiksins kom sex mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Unnur Ýr Haraldsdóttir sem var búinn að vera ansi hættuleg til þessa í leiknum fékk boltann á vinstri kantinum. Hún átti frábæra sendingu beint á kollinn á Samiru Suleman sem stangaði boltann í netið. Glæsilega gert hjá heimakonum og þannig var staðan í hálfleik, 1-0 fyrir ÍA.\r\n\r\nÍ byrjun seinni hálfleiks létu Skagakonur sverfa til stálsins á ný þegar Nikolina Musto átti fyrirgjöf fyrir mark ÍR sem markvörður gestanna ætlaði að grípa en missti boltann klaufalega yfir sig. Þar var Erla Karitas Jóhannesdóttir mætt á hárréttum stað, ýtti boltanum nánast yfir línuna og kom Skagakonum í tveggja marka forystu. Eftir þetta skiptust liðin á að sækja og jafnræði var með liðunum þó að sókn ÍR kvenna þyngdist nokkuð þegar líða tók á leikinn. Þær náðu síðan að minnka muninn níu mínútum fyrir leikslok þegar Lovísa Guðrún Einarsdóttir skoraði glæsilegt mark með þrumuskoti upp í vinkilinn. Skagakonur hengdu ekki haus eftir markið heldur spiluðu skynsamlega, tóku sinn tíma í allar aðgerðir og skoruðu mark fimm mínútum fyrir leikslok sem var dæmt af vegna rangstöðu sem var þó frekar tæp. Heimakonur héldu þetta út og fögnuðu mikilvægum sigri og eiga enn möguleika á sæti í Lengjudeildinni á næsta tímabili.\r\n\r\nStaðan í deildinni er afar spennandi en þar er Fram efst með 32 stig, Völsungur er með 30 stig, ÍR með 29 stig, Grótta 28 stig og ÍA með 25 stig. Það er ljóst að lítið má út af bregða hjá ÍA í þeim þremur leikjum sem eftir eru og ljóst að þær þurfa sigur í þeim öllum til að eygja möguleika á sæti í Lengjudeildinni. Næsti leikur ÍA í úrslitakeppninni er gegn toppliði Fram næsta föstudag á Framvellinum í Úlfarsárdal og hefst klukkan 18.",
  "innerBlocks": []
}
Skagakonur unnu sigur á ÍR og eiga enn möguleika - Skessuhorn