Luis Romero Jorge skoraði eitt mark á móti KF. Ljósm. af

Þriðja jafntefli Víkings í röð með markatölunni 3-3

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Víkingur Ólafsvík tók á móti KF í Ólafsvík á laugardaginn í 2. deild karla í knattspyrnu. Fyrri hálfleikur var með allra fjörugasta móti því alls voru skoruð fimm mörk og það voru gestirnir sem komust yfir á elleftu mínútu með marki frá Cameron Botes. En á aðeins fjögurra mínútna kafla eftir hálftíma leik gerðust ótrúlegir hlutir því heimamenn skoruðu þrjú mörk og allt í einu var staðan orðin 3-1 fyrir Víking. Fyrst skoraði Mikael Hrafn Helgason úr víti og síðan þeir Mitchell Reece og Luis Romero Jorge sem kom heimamönnum í afar góða stöðu. En gestirnir neituðu að gefast upp og á lokamínútu fyrri hálfleiks minnkaði Julio Cesar Fernandes muninn fyrir KF, staðan í hálfleik 3-2 fyrir Víking.\r\n\r\nEftir sjö mínútna leik í seinni hálfleik varð Adrian Sanches leikmaður Víkings fyrir því óláni að senda boltann í eigið net og jafnaði þar með metin fyrir KF. Ekki náðu leikmenn liðanna að bæta við fleiri mörkum það sem eftir lifði leiks og þriðja 3-3 jafntefli Víkings í röð í deildinni sem hlýtur að vera met.\r\n\r\nNjarðvík og Þróttur R. hafa tryggt sér sæti í Lengudeildinni á næsta tímabili en aðeins meiri spenna er í neðri hlutanum. KF er í áttunda sæti með 20 stig, Víkingur í níunda með 19 stig, KFA er með 18 stig í því tíunda, Reynir S. með 14 stig í næst neðsta sætinu og neðstur er Magni með aðeins tíu stig og nánast fallinn. Næsti leikur Víkings í deildinni er gegn Reyni Sandgerði og með sigri í þeim leik tryggja þeir veru sína í 2. deildinni á næsta tímabili. Leikurinn verður næsta laugardag á Ólafsvíkurvelli og hefst klukkan 14.",
  "innerBlocks": []
}
Þriðja jafntefli Víkings í röð með markatölunni 3-3 - Skessuhorn