
Eyþór Aron Wöhler skoraði tvö mörk og átti þátt í öllum mörkum ÍA gegn KR. Ljósm. Lárus Árni Wöhler
Jafntefli hjá ÍA og KR í miklum markaleik
{
"name": "core/freeform",
"attributes": [],
"saveContent": "Skagamenn tóku á móti KR í 20. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gær og fór leikurinn fram í blíðskaparveðri á Akranesvelli. Það blés þó ekki byrlega fyrir ÍA í byrjun leiksins því eftir tæpan hálftíma leik voru gestirnir komnir með þriggja marka forystu. Fyrst skoraði fyrrum leikmaður ÍA Aron Kristófer Lárusson með hörkuskoti eftir hornspyrnu, Sigurður Bjartur Hallsson skoraði síðan annað mark KR eftir klaufagang í vörn ÍA áður en Atli Sigurjónsson kom KR í 0-3 með góðu skoti úr teignum. Skagamenn voru þó ekki á þeim stuttbuxunum að gefast upp því á 36. mínútu minnkaði Eyþór Aron Wöhler muninn fyrir heimamenn með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá Jóni Gísla Eyland. Skömmu síðar beið Jón Þór Hauksson ekki boðanna þó stutt væri í hálfleik og gerði fjórfalda skiptingu sem ekki hefur sést áður í fyrri hálfleik í íslenskri knattspyrnu. Það var ekki lengi að bera árangur því rétt fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Gísli Laxdal Unnarsson annað mark ÍA þegar hann fékk boltann í teignum eftir að markvörður KR hafði varið skot Eyþórs Arons beint fyrir fætur Gísla sem lagði hann í markið og staðan orðin 2-3 þegar menn gengu til búningsherbergja.\r\n\r\nSeinni hálfleikur var rétt nýhafinn þegar Benedikt V. Waren jafnaði leikinn fyrir ÍA þegar hann fékk sendingu frá Eyþóri Aroni út í teiginn og negldi boltanum í fjærhornið. KR-ingar vöknuðu loksins af værum blundi sex mínútum síðar þegar fyrr nefndur Atli þrumaði boltanum í þaknetið eftir gott spil gestanna. Fjörinu var hins vegar ekki lokið því tíu mínútum síðar komst Gísli Laxdal af harðfylgi upp að endamörkum og sendi boltann á mann leiksins, Eyþór Aron, sem setti hann snyrtilega í netið. Eftir þetta róaðist leikurinn nokkuð, lítið var um færi og eins og að menn hefðu fengið nóg af hamaganginum. KR-ingar voru líklegri í því að ná að bæta við marki en jafntefli lokaniðurstaðan, 4-4.\r\n\r\nStaðan í neðri hlutanum breyttist lítið eftir viðureignir helgarinnar því liðin sem eru í baráttu við ÍA gerðu einnig öll jafntefli í umferðinni. Staðan er nú þannig að ÍBV er í níunda sæti með 19 stig, FH með 16 stig, ÍA með 15 stig og neðstir eru Leiknir Reykjavík með 14 stig. Næsti leikur Skagamanna er fallbaráttuslagur gegn FH næsta sunnudag á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði og hefst klukkan 14.",
"innerBlocks": []
}