Íþróttir

Skallagrímur tapaði fyrir nýliðum Ármanns

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Ármann og Skallagrímur mættust í fyrstu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og fór leikurinn fram í Kennaraháskólanum. Ármann, sem er nýliði í deildinni, byrjaði mun betur í fyrsta leikhluta og var með tíu stiga forystu þegar honum lauk, 29:19. Heimamenn hömruðu járnið á meðan það var heitt í öðrum leikhluta og juku enn meira við forskotið, hálfleikstölur 55:39 og útlitið ekki gott fyrir gestina.\r\n\r\nSkallagrímsmenn komu til baka í þriðja leikhluta og náðu að minnka muninn fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, staðan 71:64 og komin spenna í leikinn. En Ármenningar stigu á bensíngjöfina á ný í fjórða leikhluta og unnu öruggan sigur, lokatölur 93:81 fyrir Ármann.\r\n\r\nStigahæstir í liði Skallagríms voru þeir Davíð Guðmundsson með 20 stig, Jason Ricketts og Björgvin Hafþór Ríkharðsson voru með 14 stig hvor og þeir Almar Örn Björnsson og Bergþór Ægir Ríkharðsson með ellefu stig hvor. Hjá Ármanni var Austin Bracey með 23 stig, Kristófer Már Gíslason með 15 stig og Oddur Birnir Pétursson með 13 stig.\r\n\r\nNæsti leikur Skallagríms í deildinni er gegn Sindra næsta föstudag í Borgarnesi og hefst klukkan 19.15.",
  "innerBlocks": []
}
Skallagrímur tapaði fyrir nýliðum Ármanns - Skessuhorn