Íþróttir
Kolbeinn Tumi, Andri og Fylkir voru ánægðir í leikslok. Ljósm. vaks

Kári lauk tímabilinu á góðum nótum

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Kári og Víðir áttust við á föstudaginn í síðustu umferð 3. deildar karla í knattspyrnu á þessu tímabili og fór leikurinn fram í Akraneshöllinni. Káramenn komu ákveðnir til leiks og komust strax yfir á níundu mínútu með marki Kolbeins Tuma Sveinssonar. Eftir rúman hálftíma leik var Kolbeinn Tumi aftur á ferðinni með sitt annað mark og Andri Júlíusson kom síðan heimamönnum í góða stöðu með marki rétt fyrir leikhlé, staðan 3-0 fyrir Kára.\r\n\r\nÍ seinni hálfleik gerðist lítið markvert og nánast ekkert um færi hjá hvorugu liðinu. Fyrirliðinn Andri Júlíusson fékk síðan heiðursskiptingu á 77. mínútu sem var líklega vísun í treyjunúmerið hans sem er 7. Andri gaf það út í vikunni að þetta yrði hans síðasti leikur á ferlinum eftir sex tímabil með Kára og fékk hann gott lófaklapp frá áhorfendum. Andri spilaði alls 107 deildarleiki með Kára og skoraði í þeim 61 mark. Fylkir Jóhannsson átti svo síðasta orðið tíu mínútum fyrir leikslok þegar þrumuskot hans af 25 metra færi hafnaði í stönginni og inn, glæsilega gert hjá þessum efnilega leikmanni. Skömmu síðar fékk leikmaður Víðis, Einar Örn Andrésson, beint rautt spjald eftir ljóta tæklingu á leikmanni Kára en lokatölur stórsigur heimamanna, 4-0.",
  "innerBlocks": []
}
Kári lauk tímabilinu á góðum nótum - Skessuhorn