
Keppendur SA eru frá vinstri: Silvia Llorens, Arnheiður, Kristín Minney og Anna Leif. Ljósm. sa
Fjórar sundkonur frá SA á Norðurlandameistaramóti Garpa
{ "name": "core/freeform", "attributes": [], "saveContent": "Í dag, 30. september, hefst Norðurlandameistaramót Garpa í sundi og að þessu sinni er það haldið í Þórshöfn í Færeyjum. Ísland á 40 fulltrúa frá fjórum félagsliðum, þar af fjórar sundkonur frá Sundfélagi Akraness. Það eru þær Anna Leif Elídóttir, Arnheiður Hjörleifsdóttir, Kristín Minney Pétursdóttir og Silvia Llorens Izaguirre. Alls taka um 150 sundmenn þátt frá öllum Norðurlöndunum og aldursbilið er breitt, þar sem yngsta sundfólkið er 25 ára en þeir elstu um áttrætt.\r\n\r\nFram kemur á FB síðu Sundfélags Akraness að aðstaðan í Færeyjum sé til fyrirmyndar, keppnislaugin er 25 metra innilaug en auk þess eru í húsinu dýfingalaug, upphituð barnalaug, vaðlaug, stór rennibraut, risasauna og jacuzzi. Mótið fer fram bæði föstudag og laugardag, lokahóf verður fyrir sundfólkið á laugardagskvöldið með glæsilegum kvöldverði og boðið verður upp á skoðunarferð á sunnudaginn.", "innerBlocks": [] }