Íþróttir
Unnur Ýr skoraði fyrsta mark ÍA á móti Völsungi. Ljósm. sas

Skagakonur með góðan sigur á Völsungi

{
  "name": "core/freeform",
  "attributes": [],
  "saveContent": "Völsungur og ÍA mættust í gær í úrslitakeppni efri hluta 2. deildar kvenna í knattspyrnu og fór viðureignin fram á Húsavík. Fyrir leik átti Völsungur enn von um að komast upp í Lengjudeildina með sigri í leiknum en Skagakonur voru meira að spila upp á stoltið. Aðstoðarþjálfarinn Aldís Ylfa Heimisdóttir var við stjórnvölinn hjá ÍA í leiknum þar sem Magnea Guðlaugsdóttir var fjarri góðu gamni vegna leikbanns. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan markalaus þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks.\r\n\r\nÞað var síðan Unnur Ýr Haraldsdóttir sem kom ÍA yfir á 73. mínútu með sínu tíunda marki í sumar og fjórum mínútum fyrir leikslok skoraði Samira Suleman annað mark Skagakvenna. Góður sigur ÍA norðan heiða og þar með slökktu þær allar vonir Völsungs um að komast upp. Nú er ljóst að Fram og Grótta hafa tryggt sér sæti í Lengjudeildinni á næsta tímabili á kostnað Hauka og Fjölnis sem eru fallin úr Lengjudeildinni.\r\n\r\nEin umferð er eftir af úrslitakeppninni og fer hún fram næsta laugardag. Þar mætir ÍA liði KH á Akranesvelli og hefjast leikar klukkan 15.",
  "innerBlocks": []
}
Skagakonur með góðan sigur á Völsungi - Skessuhorn