Fréttir

true

Víkingur áfram en Kári úr leik í fotbolti.net bikarnum

Í gær voru spilaðir leikir í 16 liða úrslitum fotbolti.net bikarsins, en það er eins og kunnugt er bikarmót karlaliða í neðri deildum. Þetta er þriðja tímabilið sem þessi skemmtilega keppni, yngsta og sprækasta bikarkeppni landsins, fer fram. Víðir í Garði varð fyrst félaga til að lyfta bikarnum á Laugardalsvelli og í fyrra var það…Lesa meira

true

Strandveiðar fluttar til innviðaráðuneytisins

Ákveðið hefur verið að gera breytingar á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Byggðakerfið, sem felur í sér strandveiðar, byggðakvóta o.fl., verður flutt frá atvinnuvegaráðuneytinu yfir á málefnasvið innviðaráðuneytisins, sem jafnframt er ráðuneyti byggðamála,“ segir í tilkynningu sem var að berast frá Stjórnarráðinu. „Breytingin var rædd og samþykkt á fundi ríkisstjórnar 16.…Lesa meira

true

Enginn lax en þess fleiri bleikjur og flundrur

„Það var skemmtilegt að fá vænar bleikjur en auk þess komu þrjár flundrur á land,“ sagði Einar Hallur Sigurgeirsson sem var við veiðar í Hvolsá og Staðahólsá í Dölum í vikunni. Hann segir að laxveiðin í ánni hafi farið rólega af stað en bleikjan verið að gefa sig, sem betur fer. „Já, við fengum yfir…Lesa meira

true

„Við væntum þess að þetta verði lagað fyrir næsta strandveiðisumar”

Segir Kjartan Páll Sveinsson formaður Strandveiðifélags Íslands Smábátasjómenn létu úr höfn í morgun eftir að Fiskistofa felldi niður öll strandveiðileyfi frá og með í dag. Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, gerir út frá Grundarfirði og tók þátt í mótmælum ásamt nokkrum öðrum smábátasjómönnum. „Við vorum búnir að taka ís og gera allt klárt til…Lesa meira

true

Foxillir strandveiðimenn fóru í samstöðusiglingu í morgun

Nokkur hluti strandveiðiflotans lagði úr höfn víða um landið klukkan 8 í morgun til þess að sýna samstöðu og mótmæla á táknrænan hátt stöðvun strandveiða í gær. Þannig mótmæltu strandveiðisjómenn t.d. í Ólafsvík, Grundarfirði og Stykkishólmi, samkvæmt heimildum Skessuhorns. Frá Akranesi héldu nokkrir bátar úr höfn en á þriðja tug báta hafa verið gerðir út…Lesa meira

true

Góður sigur ÍA á Aftureldingu

Lið ÍA í Lengjudeild kvenna sótti Aftureldingu heim í Malbiksstöðina að Varmá í Mosfellsbæ í gærkvöldi í tíundu umferð deildarinnar. Fyrir leikinn var lið Aftureldingar eitt og yfirgefið á botni deildarinnar með aðeins þrjú stig. Heimakonur náðu forystunni á 16. mínútu með marki Hlínar Heiðarsdóttur en Skagastúlkum tókst að jafna metin með marki Ernu Bjartar…Lesa meira

true

Strandveiðum lokið

Strandveiðum lauk í gærkvöldi eftir auglýsingu þess efnis sem birtist í Stjórnartíðindum þar sem sagði að strandveiðar væru bannaðar frá og með 17. júlí. Kvóti til veiðanna, rúm 11.000 tonn, er fullnýttur. Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra, sem tryggja átti 48 veiðidaga á þessu ári, var ekki afgreitt á Alþingi áður en því var slitið…Lesa meira

true

Töfrandi harmonikkutónar á sumartónleikaröð í Saurbæ

Sumartónleikaröðin í Hallgrímskirkju í Saurbæ heldur áfram. Sunnudaginn 20. júlí kl. 16 er komið að Ástu Soffíu Þorgeirsdóttur harmonikkuleikara. Hún mun leika fjölbreytta efnisskrá, allt frá verkum eftir Bach til eigin útsetninga á sálmum, þjóðlögum og síðast en ekki síst tangóum! Ásta Soffía fékk sérstakan styrk úr Menningarsjóði Seðlabanka Íslands sem kenndur er við Jóhannes…Lesa meira

true

Einkar vel tekist til með viðgerðir á Dagverðarneskirkju

Nú er stórum áfanga lokið í viðgerðum á ytra byrði Dagverðarneskirkju í Dölum og umhverfi hennar. Kirkjan, sem upphaflega var reist árið 1848 og endurbyggð árið 1935, var í sumar rétt af á stalli sínum, skipt var um glugga, pappi klæddur á hana og síðan stál á veggi og þak. Yfirsmiður við framkvæmdirnar var Baldur…Lesa meira

true

Elskar að leggja mönnum og dýrum lið með Bowen tækni

Rætt við Kristbjörgu Þóreyju Ingólfsdóttur Austfjörð á Hvanneyri Hún er lágvaxin, sterkbyggð kona með stórt nafn. Kristbjörg Þórey Ingólfsdóttir Austfjörð er fædd með ást á hestum og finnst sem hún sé komin heim þegar hún dvelur eða býr í sveit en finnur fyrir eirðarleysi í þéttbýli. Hún er fædd á Akureyri, alin upp hjá ömmu…Lesa meira