
Einar Hallur Sigurgeirsson sigri hrósandi með aflann sinn. Ljósm. María Gunnarsdóttir
Enginn lax en þess fleiri bleikjur og flundrur
„Það var skemmtilegt að fá vænar bleikjur en auk þess komu þrjár flundrur á land,“ sagði Einar Hallur Sigurgeirsson sem var við veiðar í Hvolsá og Staðahólsá í Dölum í vikunni. Hann segir að laxveiðin í ánni hafi farið rólega af stað en bleikjan verið að gefa sig, sem betur fer. „Já, við fengum yfir 20 bleikjur og þrjár flundrur að auki, en engan hnúðlax! Þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Einar.