Fréttir

true

Bóndi spurði í tvígang hvort hann ætti að skjóta eftirlitsmanninn

Ofbeldi og hótun um ofbeldi í garð eftirlitsmanna MAST kært til lögreglu Í dýravelferðarlögum kemur fram að Matvælastofnun sé heimilt að fara í eftirlitsheimsóknir á hvern þann stað þar sem dýr eru haldin til að kanna aðstæður og aðbúnað þeirra og við beitingu þvingunaraðgerða. Í því felst m.a. heimild til sýna- og myndatöku. Ekki er…Lesa meira

true

Undirbúningur landsmót unglingadeilda Landsbjargar í fullum gangi

Undirbúningur fyrir landsmót unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem haldið verður í Snæfellsbæ dagana 25.-29. júní stendur nú sem hæst. Skipulagning mótsins er í höndum unglingadeildanna Dreka í Snæfellsbæ og Óskar í Búðardal með aðstoð björgunarsveita á áðurnefndum stöðum. Helena Dögg Magnúsdóttir verkefnastjóri unglingamála hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu segir að landsmótið sé einn af hápunktum í unglingastarfi félagsins…Lesa meira

true

Skráning hafin í opnar greinar á Fjórðungsmóti

Fjórðungsmót Vesturlands í hestaíþróttum fer eins og kunnugt er fram í Borgarnesi dagana 2. – 6. júlí. Nú eru mótshaldarar búnir að opna fyrir skráningar í opnar greinar á mótinu og hvetja áhugasama knapa til að tryggja sér þátttöku. Þær opnu greinar sem eru í boði eru; Tölt T1, Tölt T3, Tölt T3 U17 og…Lesa meira

true

Sigrún Ósk tekur við starfi upplýsingafulltrúa Akraneskaupstaðar

Akraneskaupstaður hefur ráðið Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í nýtt starf upplýsingafulltrúa bæjarins. Starfið felur í sér að leiða upplýsingamiðlun og samskipti sveitarfélagsins við almenning og fjölmiðla. Alls barst 31 umsókn um starfið. Sigrún Ósk er með BA-próf í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst. Hún hefur víðtæka og farsæla reynslu úr fjölmiðlum fyrst á…Lesa meira

true

Fyllti skammtinn fyrir klukkan níu

Guðmundur Björn Steinþórsson sjómaður á Didda SH er hér að draga vænan þorsk á Flákanum norðvestan við Ólafsvík. Þessi fiskur var jafnframt sá síðasti sem hann dró í morgun, en fyrir klukkan níu hafði hann fyllt dagsskammtinn, en hann hélt í róðurinn á þriðja tímanum í nótt. Að sögn Alfons Finnssonar fréttaritara Skessuhorns, sem sjálfur…Lesa meira

true

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir listamanneskja Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar tilnefndi Sigríði Ástu Olgeirsdóttur listamanneskju Borgarbyggðar 2025. Henni var veitt viðurkenningin við hátíðarhöld 17. júní í Skallagrímsgarði. Það var Guðveig Lind Eyglóardóttir forseti sveitarstjórnar sem tilkynnti um viðurkenninguna. Sigríður Ásta er sviðslistamaður og steig fyrstu skref sín á listabrautinni fjögurra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarskóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði…Lesa meira

true

Það eflir trú fólks á svæðið að uppbygging fari í gang

Rætt við verktakana sem byggja nýja iðngarða á Hvanneyri Í iðnaðarhverfinu við Melabraut, austast í þorpinu á Hvanneyri, mun á næstu vikum rísa 1600 fermetra atvinnuhús. Búið er að jarðvegsskipta undir húsið og byrjað að mæla út fyrir sökklum og grunni. Húsið verður reist úr yleiningum frá Límtré Vírneti. Að framkvæmdinni stendur nýstofnað fyrirtæki, Melabraut…Lesa meira

true

Orri bæjarlistamaður Akraness

Orri heitinn Harðarson var í gær útnefndur bæjarlistamaður Akraness. Tilkynnt var um útnefninguna á hátíðarhöldum 17. júní á Akranesi. Orri lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 7. júní síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að þegar menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar ákvað að leggja til við bæjarstjórn að hann yrði útnefndur, var vitað að hann væri alvarlega veikur.…Lesa meira

true

Snæfellsjökulshlaupið er á laugardaginn

Næstkomandi laugardag mun Snæfellsjökulshlaupið verða ræst á hádegi. Hlaupaleiðin er um 22 km og er stór hluti hennar á malarvegi. Hlaupið er frá Arnarstapa yfir Jökulháls og endað í Ólafsvík. Fyrstu átta kílómetrana þarf að hlaupa upp í móti í ca. 700 – 750 m hækkun. Eftir það fer hlaupaleiðin að lækka þar til komið…Lesa meira

true

Landvernd hæsti styrkþegi umhverfisráðuneytisins

Á árunum 2017-2024 veitti umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið og fyrirrennarar þess styrkjum til á sjöunda tug frjálsra félagsamtaka að fjárhæð samtals tæplega 700 milljónum króna. Rúmlega helmingur þeirrar upphæðar rann til þriggja félagasamtaka; Landverndar, Náttúruverndarsamtaka Íslands og Ungra umhverfissinna. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn Þorsteins B Sæmundssonar varaþingmanns Miðflokksins. Landvernd ber höfuð…Lesa meira