Fréttir

true

Blessuð sértu sveitin mín í hesthúsinu í Bakkakoti

Í kvöld klukkan 20, á sjálfan kvenréttindadaginn, blása tvær borgfirskar söngkonur ásamt píanóleikara til hústhúsatónleika. Flutt verða ljúf ættjarðarlög í hesthúsinu í Bakkakoti í Stafholtstungum fyrir tónleikagesti, menn jafnt sem hross. Þar munu koma fram söngkonurnar Steinunn Þorvaldsdóttir frá Hjarðarholti og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi, ásamt píanistanum Önnu Þórhildi Gunnarsdóttur frá Brekku. Í tilkynningu…Lesa meira

true

Þrjú lögregluembætti samtímis í húsleitum

Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá því á FB síðu sinni að í gærmorgun, 18. júní, hafi verið farið í samræmdar lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum á landinu þar sem framkvæmdar voru húsleitir að undangengnum úrskurðum frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Samkvæmt óstaðfestum heimildum var meðal annars ráðist í aðgerðir á Raufarhöfn og á Vesturlandi. Lögreglan á…Lesa meira

true

Vilja breyta geymslu í félagsaðstöðu

Þrátt fyrir að íþróttahúsið sem nú rís óðum á Jaðarsbökkum á Akranesi hafi ekki verið formlega tekið í notkun hafa bæjaryfirvöldum þegar borist óskir um breytta notkun þess. Þetta kom fram á fundi skipulags- og umhverfisráðs bæjarins í síðustu viku. Þá var til umfjöllunar ósk Knattspyrnufélags ÍA um að nýta hluta geymslurýmis hins nýja íþróttahúss…Lesa meira

true

Markviss sorpflokkun á Norðurálsmóti

Á Norðurálsmótinu á Akranesi í ár, sem er eitt fjölmennasta íþróttamót landsins, verður sérstakt átak gert í markvissari flokkun úrgangs en áður hefur tíðkast á slíkum fjölmennum viðburðum. Átakið er afrakstur formlegs samstarfs ÍA og Terra um úrgangsflokkun á íþróttaviðburðum ÍA. Markmið samstarfsins er að stuðla að hreinni og umhverfisvænni framkvæmd íþróttaviðburða með bættri aðstöðu…Lesa meira

true

Borgfirðingur sendir öflugan hóp á Fjórðungsmót

Gæðingamót hestamannafélagsins Borgfirðings og úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands fór fram 15. og 16. júní. Borgfirðingur má senda níu fulltrúa í hvern flokk. Úrslit voru riðin eftir forkeppni á sunnudeginum og voru þá einnig veitt verðlaun fyrir glæsilegasta hestinn og knapa mótsins, sem dómarar völdu. Hestur mótsina var Vakandi frá Sturlu Reykjum og knapi mótsins var…Lesa meira

true

Sigurjón landaði fyrsta laxinum úr Langá

Laxveiðiárnar eru nú opnaðar hver af annarri. „Fyrsti laxinn er kominn í Langá á Mýrum og veiddist rétt fyrir klukkan átta í morgun. Það var Sigurjón Gunnlaugsson sem fékk hann, líkt og hann hefur reyndar oft áður gert,“ sagði Jógvan Hansen um fyrsta laxinn í ánni þetta árið. „Fiskinn veiddi hann á Glannabroti og tók…Lesa meira

true

Lækka aldurstakmark á tjaldsvæðið fyrir Írska daga

Bæjarráð Akraness ákvað á fundi sínum í síðustu viku að lækka aldurstakmark gesta á tjaldsvæði bæjarins um Írska daga. Undanfarin ár hefur aldurstakmarkið verið 23 ár en bæjarráð ákvað nú að lækka það í 20 ár. Með því að hækka aldurstakmarkið á sínum tíma vildu bæjaryfirvöld höfða frekar til fjölskyldufólks á tjaldsvæðinu á Írskum dögum.…Lesa meira

true

Byggingaréttur miðbæjarlóðar í Grundarfirði seldur á 40 milljónir

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að taka tilboði í byggingarétt lóðar á miðbæjarreit. Söluverðið er 40 milljónir króna. Á reitnum, sem er í hjarta miðbæjarins á gatnamótum við Grundargötu, er gert ráð fyrir verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Stærð lóðarinnar er um 2.580 fermetrar og er reiknað með að þar rísi um 2.300 fermetra bygging á fjórum…Lesa meira

true

Fyrsti laxinn úr Laxá í Leirársveit

„Ég fékk lax í Ljóninu. Það tók kannski tíu mínútum að landa honum. Fiskurinn straujaði upp í Sunnnefjufoss og ég landaði honum þar,“ sagði Sigurður Hrafn Smárason sem veiddi fyrsta fiskinn í opnun Laxár í Leirársveit á mánudaginn. Sama dag fór að rigna og bætir úrkoman vatnsstöðuna í ánum, sem hefur ekki verið mikil að…Lesa meira

true

Þjóðhátíðardagurinn víða á Vesturlandi – myndasyrpa

Vestlendingar létu hefðbundna 17. júní skúri og rigningarveður ekki aftra sér frá þátttöku í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn. Í flestum sveitarfélögum var haldið upp á daginn með fjölbreyttri dagskrá. Meðal dagskrárliða var útnefning bæjarlistamanna, ávarp fjallkonu, söngur, gamanmál, veitingasala og sitthvað fleira. Skessuhorn birtir hér myndafrásögn frá deginum.Lesa meira