
Haukur á Skáney sýnir hér Kaptein en þeir urðu efsti í B flokki.
Borgfirðingur sendir öflugan hóp á Fjórðungsmót
Gæðingamót hestamannafélagsins Borgfirðings og úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands fór fram 15. og 16. júní. Borgfirðingur má senda níu fulltrúa í hvern flokk. Úrslit voru riðin eftir forkeppni á sunnudeginum og voru þá einnig veitt verðlaun fyrir glæsilegasta hestinn og knapa mótsins, sem dómarar völdu. Hestur mótsina var Vakandi frá Sturlu Reykjum og knapi mótsins var Kristín Eir Holaker á Skáney.