
Hjónin Sigurður og Ásta Kristín með rétta búnaðinn í Skallagrímsgarði. Ljósm. Ágúst Elí Ágústsson.
Þjóðhátíðardagurinn víða á Vesturlandi – myndasyrpa
Vestlendingar létu hefðbundna 17. júní skúri og rigningarveður ekki aftra sér frá þátttöku í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn. Í flestum sveitarfélögum var haldið upp á daginn með fjölbreyttri dagskrá. Meðal dagskrárliða var útnefning bæjarlistamanna, ávarp fjallkonu, söngur, gamanmál, veitingasala og sitthvað fleira. Skessuhorn birtir hér myndafrásögn frá deginum.