Fréttir

true

Svanga-Saga gladdi íbúa á Brákarhlíð

Í síðustu viku fengu starfsfólk og íbúar í Brákarhlíð í Borgarnesi góða heimsókn. Þá komu þær Jóhanna Þorvaldsdóttir geitabóndi á Háafelli og ömmustelpan hennar hún Þorbjörg Ásta í heimsókn og höfðu með sér með kiðlinginn Svöngu – Sögu. Saga vakti mikla lukku og kátínu meðal íbúa. Á myndinni eru frá hægri Þorbjörg Ásta og Svanga-Saga…Lesa meira

true

Sátt um uppbyggingu hjúkrunarheimila

Alþingi hefur afgreitt sem lög ábyrgðarskiptingu við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga felst í því að ríkið ber nú alfarið ábyrgð á fjármögnun vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila og sveitarfélög bera ekki lengur 15% stofnkostnaðar. Sveitarfélögum verður auk þess ekki lengur skylt að úthluta lóðum án greiðslu gatnagerðargjalda. Þegar sveitarfélög úthluta lóðum undir hjúkrunarheimili verður…Lesa meira

true

Engin aukafjárveiting í hendi til vegagerðar á Vesturlandi

Pálmi Þór Sævarsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vestursvæði segir í samtali við Skessuhorn að engin staðfesting hafi enn borist á aukafjárveitingu til vegagerðar á Vesturlandi, en vonast til þess að það verði fljótlega enda talsvert liðið á þann tíma sem hentugastur er til framkvæmda. Í grein sem Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra skrifaði á vef Skessuhorns í morgun…Lesa meira

true

Skrúðganga með forseta í broddi fylkingar

Norðurálsmótið í knattspyrnu hefst formlega nú klukkan 11:30 með ávarpi Höllu Tómasdóttur forseta Íslands sem setur mótið. Skrúðganga hélt af stað frá Stillholti klukkan 11 þar sem lögregla fór á undan og Halla Tómasdóttir forseti, Haraldur Benediktsson bæjarstjóri og trommusveit gengu í broddi fylkingar. Síðan kom hvert íþróttaliðið á fætur öðru; keppendur og aðstandur þeirra…Lesa meira

true

Mikill áhugi á örnámi í Háskóla Íslands

Háskóla Íslands bárust um 5.100 umsóknir um grunnnám og tæplega 4.000 um framhaldsnám fyrir komandi skólaár. Samanlagt eru þær því rúmlega 9.000. Af þeim eru 640 umsóknir um nýja tegund háskólanáms á framhaldsstigi, örnám, sem ætlað er að mæta kröfum fólks í atvinnulífi sem vill bæta við sig þekkingu á afmörkuðu sviði. Umsóknir um örnám…Lesa meira

true

Sýning opnuð um sögu laxveiða í Borgarfirði

Klukkan 17 í dag verður athöfn í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri þar sem ný sýning um sögu laxveiða í Borgarfirði verður opnuð. Anna Heiða Baldursdóttir er sýningarstjóri og höfundur efnis. Dagskráin hefst með ávarpi Ragnhildar Helgu Jónsdóttur safnstjóra, kammerkórinn Kvika syngur og Anna Heiða segir frá sýningunni. Opnun sýningar verður loks í höndum Sveinbjörns Eyjólfssonar…Lesa meira

true

Skoðanamunur í hreppsnefnd Skorradalshrepps

Hreppsnefnd Skorradalshrepps hefur samþykkt að fela samstarfsnefnd um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar að kynna fyrir íbúum hreppsins tillögu sömu nefndar um sameiningu sveitarfélaganna og að kosið yrði um sameiningartillöguna í september. Jafnframt samþykkti hreppsnefndin tillögu um að kosningaaldur yrði miðaður við 16 ár í stað 18 ára í hefðbundnum sveitarstjórnarkosningum. Ekki voru hreppsnefndarmenn þó á…Lesa meira

true

Kosningaaldur verði 16 ár og kjörstjórn skipuð

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt samhljóða tillögu samstarfsnefndar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps um að efnt skuli til kynningar og síðar kosningar í haust um sameiningu sveitarfélaganna. Jafnframt hefur sveitarstjórn skipað Ólaf Pálsson, Sveinbjörn Eyjólfsson og Sóleyju Sigurþórsdóttur sem aðalfulltrúa sína í sameiginlegri kjörstjórn fyrir væntanlega íbúakosningu. Samkvæmt tillögu samstarfsnefndarinnar mun  Skorradalshreppur skipa tvo fulltrúa í kjörstjórnina. Þá…Lesa meira

true

Skemmtu sér vel á pæjumóti

TM mótið í knattspyrnu, fyrir 11-12 ára stúlkur, fór fram í Vestmannaeyjum fyrir og um síðustu helgi. Þangað mættu 32 félög til leiks með 112 fótboltalið. Þeirra á meðal voru fjögur lið frá ÍA, tvö lið frá Skallagrími og eitt lið frá Snæfellsnessamstarfinu. Var ekki annað að sjá að allir hafi notið sín í blíðviðrinu…Lesa meira

true

Landinn kaupir byggingavörur á netinu

Rannsóknasetur verslunarinnar birtir í hverjum mánuði tölur um umfang erlendrar netverslunar Íslendinga. Nú hafa verið birtar tölur aprílmánaðar. Þar kemur fram að örlítill samdráttur er á erlendri netverslun frá mars mánuði eða 2,66% en mikill vöxtur var í mars sl. Þegar umfang erlendrar netverslunar í apríl er borið saman við apríl 2024 er vöxtur um…Lesa meira