Fréttir

Sátt um uppbyggingu hjúkrunarheimila

Alþingi hefur afgreitt sem lög ábyrgðarskiptingu við uppbyggingu hjúkrunarheimila. Samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga felst í því að ríkið ber nú alfarið ábyrgð á fjármögnun vegna uppbyggingar hjúkrunarheimila og sveitarfélög bera ekki lengur 15% stofnkostnaðar. Sveitarfélögum verður auk þess ekki lengur skylt að úthluta lóðum án greiðslu gatnagerðargjalda. Þegar sveitarfélög úthluta lóðum undir hjúkrunarheimili verður það þó áfram gert án lóðarleigu og án byggingaréttargjalda enda er um almannaþjónustu að ræða.

Sátt um uppbyggingu hjúkrunarheimila - Skessuhorn