Fréttir

Svanga-Saga gladdi íbúa á Brákarhlíð

Í síðustu viku fengu starfsfólk og íbúar í Brákarhlíð í Borgarnesi góða heimsókn. Þá komu þær Jóhanna Þorvaldsdóttir geitabóndi á Háafelli og ömmustelpan hennar hún Þorbjörg Ásta í heimsókn og höfðu með sér með kiðlinginn Svöngu - Sögu. Saga vakti mikla lukku og kátínu meðal íbúa. Á myndinni eru frá hægri Þorbjörg Ásta og Svanga-Saga að spjalla við þær Rúnu á Heggsstöðum og Vigdísi á Brennistöðum.

Svanga-Saga gladdi íbúa á Brákarhlíð - Skessuhorn