
Engin aukafjárveiting í hendi til vegagerðar á Vesturlandi
Pálmi Þór Sævarsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Vestursvæði segir í samtali við Skessuhorn að engin staðfesting hafi enn borist á aukafjárveitingu til vegagerðar á Vesturlandi, en vonast til þess að það verði fljótlega enda talsvert liðið á þann tíma sem hentugastur er til framkvæmda.