
Lax og laxveiðar eru drjúgmiklar auðlindir í Borgarfirði og hefur svo verið um áratugaskeið. Myndin er úr safni Skessuhorns að stoltum veiðimanni með Maríulaxinn sinn.
Sýning opnuð um sögu laxveiða í Borgarfirði
Klukkan 17 í dag verður athöfn í Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri þar sem ný sýning um sögu laxveiða í Borgarfirði verður opnuð. Anna Heiða Baldursdóttir er sýningarstjóri og höfundur efnis. Dagskráin hefst með ávarpi Ragnhildar Helgu Jónsdóttur safnstjóra, kammerkórinn Kvika syngur og Anna Heiða segir frá sýningunni. Opnun sýningar verður loks í höndum Sveinbjörns Eyjólfssonar formanns Sambands borgfirskra veiðifélaga. Léttar veitingar verða í boði og allir velkomnir.
