
Skemmtu sér vel á pæjumóti
TM mótið í knattspyrnu, fyrir 11-12 ára stúlkur, fór fram í Vestmannaeyjum fyrir og um síðustu helgi. Þangað mættu 32 félög til leiks með 112 fótboltalið. Þeirra á meðal voru fjögur lið frá ÍA, tvö lið frá Skallagrími og eitt lið frá Snæfellsnessamstarfinu. Var ekki annað að sjá að allir hafi notið sín í blíðviðrinu í Eyjum þessa daga. Á meðfylgjandi mynd eru hressar stelpur úr Skallagrími að fylgjast með keppni. Sjá nánar myndir í Skessuhorni vikunnar.