Fréttir

Blessuð sértu sveitin mín í hesthúsinu í Bakkakoti

Í kvöld klukkan 20, á sjálfan kvenréttindadaginn, blása tvær borgfirskar söngkonur ásamt píanóleikara til hústhúsatónleika. Flutt verða ljúf ættjarðarlög í hesthúsinu í Bakkakoti í Stafholtstungum fyrir tónleikagesti, menn jafnt sem hross. Þar munu koma fram söngkonurnar Steinunn Þorvaldsdóttir frá Hjarðarholti og Hanna Ágústa Olgeirsdóttir úr Borgarnesi, ásamt píanistanum Önnu Þórhildi Gunnarsdóttur frá Brekku. Í tilkynningu kemur fram að gjaldfrjálst er inn á tónleikana en vakin athygli á því að engin salerni eru á staðnum.

Blessuð sértu sveitin mín í hesthúsinu í Bakkakoti - Skessuhorn