Fréttir
Jóhannes Guðnason hjá Terra og Ingimar Elí Hlynsson hjá KFÍA.

Markviss sorpflokkun á Norðurálsmóti

Á Norðurálsmótinu á Akranesi í ár, sem er eitt fjölmennasta íþróttamót landsins, verður sérstakt átak gert í markvissari flokkun úrgangs en áður hefur tíðkast á slíkum fjölmennum viðburðum. Átakið er afrakstur formlegs samstarfs ÍA og Terra um úrgangsflokkun á íþróttaviðburðum ÍA. Markmið samstarfsins er að stuðla að hreinni og umhverfisvænni framkvæmd íþróttaviðburða með bættri aðstöðu til flokkunar úrgangs.

Markviss sorpflokkun á Norðurálsmóti - Skessuhorn