Fréttir
Nú eru framkvæmdir við lóð nýja íþróttahússins vel á veg komnar.

Vilja breyta geymslu í félagsaðstöðu

Þrátt fyrir að íþróttahúsið sem nú rís óðum á Jaðarsbökkum á Akranesi hafi ekki verið formlega tekið í notkun hafa bæjaryfirvöldum þegar borist óskir um breytta notkun þess. Þetta kom fram á fundi skipulags- og umhverfisráðs bæjarins í síðustu viku. Þá var til umfjöllunar ósk Knattspyrnufélags ÍA um að nýta hluta geymslurýmis hins nýja íþróttahúss sem félagsrými fyrir aðildarfélög ÍA. Í umfjöllun ráðsins kom fram að til þess að hægt sé að verða við þessari ósk um breytingu þurfi að gera nýja brunahönnun og huga að hreinlætisaðstöðu svo og flóttaleiðum. Slíkt kosti umtalsverða fjármuni og Akraneskaupstaður muni ekki kosta slíkar breytingar.

Vilja breyta geymslu í félagsaðstöðu - Skessuhorn