
Byggingaréttur miðbæjarlóðar í Grundarfirði var seldur á 40 milljónir Á meðfylgjandi samsettri mynd má sjá byggingareitinn og eitt frægasta fjall heims. Mynd er af vef Grundarfjarðarbæjar
Byggingaréttur miðbæjarlóðar í Grundarfirði seldur á 40 milljónir
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur ákveðið að taka tilboði í byggingarétt lóðar á miðbæjarreit. Söluverðið er 40 milljónir króna. Á reitnum, sem er í hjarta miðbæjarins á gatnamótum við Grundargötu, er gert ráð fyrir verslunar-, þjónustu- og íbúðarhúsnæði. Stærð lóðarinnar er um 2.580 fermetrar og er reiknað með að þar rísi um 2.300 fermetra bygging á fjórum hæðum.