Fréttir

Fyllti skammtinn fyrir klukkan níu

Guðmundur Björn Steinþórsson sjómaður á Didda SH er hér að draga vænan þorsk á Flákanum norðvestan við Ólafsvík. Þessi fiskur var jafnframt sá síðasti sem hann dró í morgun, en fyrir klukkan níu hafði hann fyllt dagsskammtinn, en hann hélt í róðurinn á þriðja tímanum í nótt. Að sögn Alfons Finnssonar fréttaritara Skessuhorns, sem sjálfur er í strandveiðitúr, eru þeir að mokfiska sem róa lengra út. Ágætt veður er á miðunum, logn en dálítil undiralda.

Fyllti skammtinn fyrir klukkan níu - Skessuhorn