Fréttir

Orri bæjarlistamaður Akraness

Orri heitinn Harðarson var í gær útnefndur bæjarlistamaður Akraness. Tilkynnt var um útnefninguna á hátíðarhöldum 17. júní á Akranesi. Orri lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 7. júní síðastliðinn. Í tilkynningu kemur fram að þegar menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar ákvað að leggja til við bæjarstjórn að hann yrði útnefndur, var vitað að hann væri alvarlega veikur. Orri féll frá áður en bæjarstjórn náði að staðfesta útnefningu hans. Bæjarstjórn hafi hins vegar staðfest útnefninguna og hann sé „einstaklega vel að þessari viðurkenningu kominn,“ segir í tilkynningu frá bæjarstjórn Akraness.

Orri bæjarlistamaður Akraness - Skessuhorn