Fréttir

true

Breytingar í ritstjórn

Um nýliðin mánaðamót urðu breytingar í ritstjórn Skessuhorns. Halldór Jónsson hóf þá störf sem blaðamaður og mun sinna skrifum á vef og í blað. Halldór er Ísfirðingur að uppruna, en hefur verið búsettur á Akranesi undanfarna tvo áratugi ásamt fjölskyldu sinni. Hann er útvegstæknir að mennt og hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja og sveitarstjórnarmálum.…Lesa meira

true

Fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng næstu tvær nætur

Unnið verður í Hvalfjarðargöngum dagana 3. og 4. júní nk. frá klukkan 21:00 – 06:00. Fyrsta nóttin við hreinsun ganganna var nýliðna nótt. „Ökumenn eru hvatir til að aka varlega og sýna aðgát á vinnusvæði. Fylgdarakstur verður á meðan vinnu stendur,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.Lesa meira

true

Tveir flokkar detta af þingi í NV samkvæmt nýrri könnun

Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup er fylgi flokka til Alþingis brotið niður eftir kjördæmum. Samkvæmt þessari fylgismælingu eru stór tíðindi að verða í Norðvesturkjördæmi. Framsóknarflokkurinn fengi engan mann kjörinn á þing, fékk einn í síðustu kosningum en þrjá í kosningunum þar á undan. Flokkur fólksins missir að sama skapi báða þingmenn sína í kjördæminu, en annar…Lesa meira

true

Gul viðvörun tekur gildi í fyrramálið

Klukkan 6 í fyrramálið tekur gul viðvörun gildi fyrir allt vestanvert landið, spásvæðin Faxaflóa og Breiðafjörð, vegna hvassviðris. Það varður norðan 13-25 m/s og hviður yfir 35 m/s, hvassast við fjöll. „Varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig vind. Fok á lausamunum líklegt og fólki er ráðlagt að tryggja nærumhverfið sitt.“Lesa meira

true

Einar Margeir vann til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í sundi

Einar Margeir Ágústsson sundmaður úr ÍA kom, sá og sigraði með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í Andorra sem fram fóru um helgina. Hann vann til gullverðlauna í 100 metra bringusundi eftir afar harða keppni þar sem aðeins 0,3 sekúndur skildu að fyrsta og fjórða sæti. Í 200 metra bringusundi hlaut Einar silfurverðlaun og synti á…Lesa meira

true

Döpur helgi hjá Vesturlandsliðunum í 2. deild

Vesturlandsliðin í annarri deild knattspyrnunnar sóttu ekki stig í greipar andstæðinga sinna um liðna helgi. Víkingur Ólafsvík og Kormákur/Hvöt mættust í Ólafsvík og leiknum lauk með sigri gestanna sem skoruðu eitt mark en heimamenn ekkert. Liðsmenn Kára á Akranesi héldu til Dalvíkur þar sem þeir mættu Dalvík/Reyni. Þar fóru heimamenn með sigur og skoruðu tvö…Lesa meira

true

UNICEF staðfestir Akranes sem barnvænt samfélag

Akraneskaupstaður hlaut í dag formlega viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi sem Barnvænt sveitarfélag. „Þetta markar mikilvægan áfanga í þeirri vegferð bæjarins að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins. Verkefnið „Barnvænt sveitarfélag“ miðar að því að tryggja að réttindi barna séu virt og að börn hafi raunveruleg áhrif á samfélagið sitt,“ segir…Lesa meira

true

Sjómannadagshelgin í Grundarfirði fór vel fram – syrpa

Fyrsti sunnudagur í júní er sjómannadagur og því er vaninn að hetjur hafsins lyfti sér aðeins upp þá helgi og fagni deginum. Dagskráin var glæsileg í Grundarfirði en helgin byrjaði á heimsókn sjómanna á Leikskólann Sólvelli þar sem krökkunum gafst tækifæri á að skoða fiska og önnur sjávardýr á föstudagsmorgun. Svo var krakkasprell í sundlauginni…Lesa meira

true

Borgfirskur sjómaður heiðraður

Georg Magnússon í Norðtungu í Þverárhlíð var heiðraður á Sjómannadeginum í Reykjavík. Georg ólst upp í Mosfellssveit en fór ungur á sjóinn. Eftir að hann lauk námi við Vélskóla Íslands hóf hann feril sinn sem vélstjóri á Selfossi, skipi Eimskipafélags Íslands. Hann starfaði nokkur ár á ýmsum fraktskipum en stærstan hluta starfsævinnar var Georg vélstjóri…Lesa meira

true

Vegagerðin varar við óveðri – gæti komið til lokana vega

Vegagerðin vekur athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum frá Veðurstofu Íslands sem nú eru í gildi og vara fram eftir þriðjudegi. „Á morgun, þriðjudaginn 3. júní, eru viðvaranir um allt land og töluverðar líkur á samgöngutruflunum. Reikna má með hvassviðri og ofankomu, slyddu eða snjókomu og hálku til fjalla. Vegna veðurs gæti komið til lokana…Lesa meira