
Um nýliðin mánaðamót urðu breytingar í ritstjórn Skessuhorns. Halldór Jónsson hóf þá störf sem blaðamaður og mun sinna skrifum á vef og í blað. Halldór er Ísfirðingur að uppruna, en hefur verið búsettur á Akranesi undanfarna tvo áratugi ásamt fjölskyldu sinni. Hann er útvegstæknir að mennt og hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja og sveitarstjórnarmálum.…Lesa meira







