
Georg Magnússon. Ljósm. aðsend
Borgfirskur sjómaður heiðraður
Georg Magnússon í Norðtungu í Þverárhlíð var heiðraður á Sjómannadeginum í Reykjavík. Georg ólst upp í Mosfellssveit en fór ungur á sjóinn. Eftir að hann lauk námi við Vélskóla Íslands hóf hann feril sinn sem vélstjóri á Selfossi, skipi Eimskipafélags Íslands. Hann starfaði nokkur ár á ýmsum fraktskipum en stærstan hluta starfsævinnar var Georg vélstjóri á skipum við veiðar á fjarlægum miðum. Lengst á Sigli sem stundaði veiðar vítt og breytt um heiminn og síðar á frystiskipum er stunduðu veiðar við Grænland og Kanada. Starfsferlinum á sjó lauk Georg á dýpkunarskipinu Sóleyju uns hann kom í land fyrir tveimur árum.