
Alþingishúsið við Austurvöll. Ljósm. mm
Tveir flokkar detta af þingi í NV samkvæmt nýrri könnun
Í nýjum þjóðarpúlsi Gallup er fylgi flokka til Alþingis brotið niður eftir kjördæmum. Samkvæmt þessari fylgismælingu eru stór tíðindi að verða í Norðvesturkjördæmi. Framsóknarflokkurinn fengi engan mann kjörinn á þing, fékk einn í síðustu kosningum en þrjá í kosningunum þar á undan. Flokkur fólksins missir að sama skapi báða þingmenn sína í kjördæminu, en annar þeirra er kjördæmakjörinn. Sjálfstæðisflokkur fengi nú tvo kjördæmakjörna þingmenn í NV kjördæmi og Samfylking sömuleiðis, líkt og í síðustu könnun. Miðflokkurinn fengi einn þingmann og Viðreisn einn.