Íþróttir
Einar Margeir á verðlaunapalli fyrir 100m bringusund.

Einar Margeir vann til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í sundi

Einar Margeir Ágústsson sundmaður úr ÍA kom, sá og sigraði með íslenska landsliðinu á Smáþjóðaleikunum í Andorra sem fram fóru um helgina. Hann vann til gullverðlauna í 100 metra bringusundi eftir afar harða keppni þar sem aðeins 0,3 sekúndur skildu að fyrsta og fjórða sæti. Í 200 metra bringusundi hlaut Einar silfurverðlaun og synti á tímanum 2:15,98 sem er nýtt Akranesmet og bæting á hans eigin fyrra meti frá Íslandsmeistaramótinu í apríl. Hann bætti við öðrum silfurverðlaununum í 50 metra bringusundi þar sem hann var stutt frá sínum besta tíma.

Einar Margeir vann til verðlauna á Smáþjóðaleikunum í sundi - Skessuhorn