Fréttir
Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, Haraldur Benediktsson bæjarstjóri, fulltrúar ungmennaráðs, starfsfólk Akraneskaupstaðar og börnin á leikskólanum Garðaseli. Ljósm. UNICEF

UNICEF staðfestir Akranes sem barnvænt samfélag

Akraneskaupstaður hlaut í dag formlega viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi sem Barnvænt sveitarfélag. „Þetta markar mikilvægan áfanga í þeirri vegferð bæjarins að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins. Verkefnið „Barnvænt sveitarfélag“ miðar að því að tryggja að réttindi barna séu virt og að börn hafi raunveruleg áhrif á samfélagið sitt,“ segir í tilkynningu frá Akraneskaupstað.