
Gul viðvörun tekur gildi í fyrramálið
Klukkan 6 í fyrramálið tekur gul viðvörun gildi fyrir allt vestanvert landið, spásvæðin Faxaflóa og Breiðafjörð, vegna hvassviðris. Það varður norðan 13-25 m/s og hviður yfir 35 m/s, hvassast við fjöll. „Varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig vind. Fok á lausamunum líklegt og fólki er ráðlagt að tryggja nærumhverfið sitt.“