
Breytingar í ritstjórn
Um nýliðin mánaðamót urðu breytingar í ritstjórn Skessuhorns. Halldór Jónsson hóf þá störf sem blaðamaður og mun sinna skrifum á vef og í blað. Halldór er Ísfirðingur að uppruna, en hefur verið búsettur á Akranesi undanfarna tvo áratugi ásamt fjölskyldu sinni. Hann er útvegstæknir að mennt og hefur víðtæka reynslu af rekstri fyrirtækja og sveitarstjórnarmálum. Halldór starfaði m.a. sem blaðamaður á héraðsfréttablaðinu Bæjarins besta á Ísafirði í byrjun aldar og var blaðamaður hjá Skessuhorni árin 2005 til 2007. Eftir það hefur hann starfað hjá fyrirtækjum á Akranesi, síðast Skaganum 3X. Við bjóðum Halldór velkominn til starfa að nýju. Á sama tíma létu af störfum hjá blaðinu þeir Valdimar K Sigurðsson og Hafþór Ingi Gunnarsson blaðamenn og eru þeim þökkuð góð störf.