Fréttir

Vegagerðin varar við óveðri – gæti komið til lokana vega

Vegagerðin vekur athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum frá Veðurstofu Íslands sem nú eru í gildi og vara fram eftir þriðjudegi. „Á morgun, þriðjudaginn 3. júní, eru viðvaranir um allt land og töluverðar líkur á samgöngutruflunum. Reikna má með hvassviðri og ofankomu, slyddu eða snjókomu og hálku til fjalla. Vegna veðurs gæti komið til lokana á vegum með skömmum fyrirvara. Ökumenn eru hvattir til að fylgjast mjög vel með færð og veðri ef ekið er á milli landshluta og sýna fyllstu aðgát og varkárni. Akstursskilyrði geta versnað verulega, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og eru ekki útbúin miðað við aðstæður. Allar upplýsingar um veður og færð eru á umferdin.is og vedur.is, segir í tilkynningu.