Fréttir
Þyrla Landhelgisgæslunnar sýndi hífingu með björgunarskipinu Björg á firðinum. Ljósmyndir: tfk

Sjómannadagshelgin í Grundarfirði fór vel fram – syrpa

Fyrsti sunnudagur í júní er sjómannadagur og því er vaninn að hetjur hafsins lyfti sér aðeins upp þá helgi og fagni deginum. Dagskráin var glæsileg í Grundarfirði en helgin byrjaði á heimsókn sjómanna á Leikskólann Sólvelli þar sem krökkunum gafst tækifæri á að skoða fiska og önnur sjávardýr á föstudagsmorgun. Svo var krakkasprell í sundlauginni og loks golfmót G.Run.

Sjómannadagshelgin í Grundarfirði fór vel fram - syrpa - Skessuhorn