
Á fyrsta degi sumars er áralöng hefð hjá félögum hjá hestamannafélaginu Dreyra á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit að efna til hópreiðar um Langasand og með viðkomu á Höfða. Mörgum félögum þykir þessi hefð nauðsynleg byrjun á sumrinu. Í ár nutu hestar og menn sín vel í blíðunni. Stefán G. Ármannsson í Skipanesi er formaður Dreyra.…Lesa meira








