Fréttir

true

Elísabet í starf aðstoðarleikskólastjóra

Elísabet Kristín Atladóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskólans Sólvalla. Hún er fædd og uppalin á Suðurlandi en hefur búið í Grundarfirði frá árinu 2011. Elísabet er með MT. og B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands. Hún starfaði áður við leikskólana hér í Grundarfirði, var deildarstjóri á Sólvöllum árin 2016-2019 og kennari á leikskóladeildinni Eldhömrum…Lesa meira

true

Jón Ármann Gíslason leysir af

Séra Þráinn Haraldsson sóknarprestur Garða- og Saurbæjarprestakalls fer síðar í sumar í árs námsleyfi og flytur ásamt fjölskyldu sinni til Ameríku. Í þessu leyfi mun Þráinn stunda nám við guðfræðideild Duke í Norður-Karolínu. Í vetur var auglýst starf afleysingaprests og mun séra Jón Ármann Gíslason hlaupa í skarðið og verða til aðstoðar þeim Þóru Björgu…Lesa meira

true

„Við erum virkilega sátt með hópinn sem við höfum“

Rætt við Skarphéðin Magnússon þjálfara kvennaliðs ÍA um komandi tímabil Kvennalið ÍA leikur í sumar annað árið í röð í Lengjudeildinni í knattspyrnu eftir að hafa endað í 5. sæti á síðasta tímabili og Skarphéðinn Magnússon er þjálfari liðsins eins og í fyrra. Blaðamaður Skessuhorns heyrði í Skarphéðni í liðinni viku en fyrsti leikur ÍA…Lesa meira

true

Ráðgjöf um veiðar á rækju

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að rækjuafli á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí 2025 til 15. mars 2026 verði ekki meiri en 460 tonn. Þetta er aukning um 23% frá síðustu ráðgjöf, en veiðiálag hefur verið fyrir neðan kjörsókn (Fproxy) síðustu ár. Stofnvísitala…Lesa meira

true

Aggan er frítt smáforrit sem bætir öryggi sjómanna

Smáforritið Agga, á vegum nýsköpunarfyrirtækisins Alda Öryggi, býðst íslenskum smábátasjómönnum þeim að kostnaðarlausu. „Um er að ræða sérhannað öryggisstjórnunarkerfi, sem nútímavæðir, auðveldar og einfaldar allt utanumhald öryggismála smábáta. Forritið heldur öllum upplýsingum er varðar öryggismál bátsins á einum stað,“ segir í tilkynningu. Nú eru leyfðir fleiri veiðidagar en undanfarin sumur og má því búast við…Lesa meira

true

Opnunarpartý á morgun í Ultraform á Akranesi

Á morgun, fimmtudaginn 1. maí, verður haldið opnunarpartý í æfingastöðinni Ultraform á Akranesi og stendur viðburðurinn frá klukkan 11 til 13. Tilefnið er að stöðin er að stækka um helming og mun hún verða um 350 fermetrar eftir stækkunina. Þá er einnig verið að bæta við saunu og köldum potti í húsnæðinu og ætti að…Lesa meira

true

Gullabrú komin yfir Berjadalsá

Félagar í Rótarýklúbbi Akraness settu brúna yfir Berjadalsá í Akrafjalli á laugardeginum fyrir páska og fengu til þess góða aðstoð. Verkið gekk mjög vel enda þeir félagar orðnir vanir að gera þetta á hverju ári. Vonandi nýtist brúin vel fyrir göngufólk í allt sumar enda margir sem fara leiðina niður að Berjadalsá og yfir brúna…Lesa meira

true

Flýtti sér í heiminn við Dalsmynni

Ágústa Einarsdóttir og Sveinn Bárðarson í Grundarfirði vöknuðu snemma morguns mánudaginn 21. apríl síðastliðinn þar sem Ágústa hafði misst legvatnið en hún var þá gengin nær fulla meðgöngu með barn þeirra. Þau höfðu strax samband við fæðingadeildina á Akranesi og boðuðu komu sína. Ekki var lagt af stað í neinum flýti heldur fór Ágústa í…Lesa meira

true

Fyrsti skóladagur í nýbyggingu Grundaskóla

Síðasta miðvikudag hófst kennsla í nýbyggingu Grundaskóla á Akranesi þegar 1.-3. bekkur var færður inn á kennslusvæðið og hluti verk- og listgreina. Unnið er að lokaframkvæmdum sem verður að fullu lokið í byrjun næsta skólaárs. Að sögn Sigurðar Arnars Sigurðssonar skólastjóra er mikil ánægja með nýja kennsluálmu enda er kennsluhúsnæðið bæði bjart og fallegt. Kennslustofum…Lesa meira

true

Opnuðu Urði ullarvinnslu fyrir gestum

Smáspunaverksmiðjan Urður ullarvinnsla að Rauðbarðaholti í Hvammssveit í Dölum var opnuð sumardaginn fyrsta. Mikill fjöldi gesta sótti opnunarhátíðina sem þau Ingibjörg Þóranna Steinudóttir, Inga, og Einar Hlöðver Erlingsson buðu til af þessu tilefni auk þess sem gestum bauðst að skoða vinnsluna á meðan Jörvagleðin stóð yfir. Síðustu misseri hafa hjónin staðið í ströngu við að…Lesa meira