
Ráðgjöf um veiðar á rækju
Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við nýtingarstefnu sem mun leiða til hámarksafraksturs til lengri tíma litið, að rækjuafli á svæðinu við Snæfellsnes frá 1. maí 2025 til 15. mars 2026 verði ekki meiri en 460 tonn. Þetta er aukning um 23% frá síðustu ráðgjöf, en veiðiálag hefur verið fyrir neðan kjörsókn (Fproxy) síðustu ár. Stofnvísitala rækju hefur verið töluvert lægri á árunum 2017-2025 en hún var á árunum 2008-2016. Vísitala ungrækju hefur verið lág frá árinu 2014. Lítið var af stærri þorski og ýsu (tveggja ára og eldri) en mikið hefur verið af eins árs ýsu á svæðinu frá árinu 2020,“ segir í tilkynningu frá Hafró.