
Opnunarpartý á morgun í Ultraform á Akranesi
Á morgun, fimmtudaginn 1. maí, verður haldið opnunarpartý í æfingastöðinni Ultraform á Akranesi og stendur viðburðurinn frá klukkan 11 til 13. Tilefnið er að stöðin er að stækka um helming og mun hún verða um 350 fermetrar eftir stækkunina. Þá er einnig verið að bæta við saunu og köldum potti í húsnæðinu og ætti að henta vel eftir mikil átök.