Fréttir

true

Gáfu efni og vinnu í Nýrækt

Fyrirtækið BB og Synir í Stykkishólmi gaf sveitarfélaginu og Skógræktarfélagi Stykkishólms á dögunum efni og vinnu við jarðvegsframkvæmdir í Nýrækt. Þar undirbjó fyrirtækið fyrir komu húseininga sem sveitarfélagið festi kaup á fyrir skemmstu og mun flytja í Nýræktina á næstunni. Fram kemur á vef sveitarfélagsins að vinnan hafi falist í því að grafa og jarðvegsskipta…Lesa meira

true

78 snúningar á Sögulofti

Í dag þykir sjálfsagt að geta notið góðra hljóðritana á tónlist í miklum gæðum. Slíkur munaður á sér þó ekki langa sögu hér á landi eins og kom fram hjá félögunum Trausta Jónssyni og Inga Garðari Erlendssyni í gærkvöldi í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þar fóru þeir yfir sögu 78 snúninga plötunnar á Íslandi, en segja…Lesa meira

true

Í leit að sumarblómum

Ræktunarstöðin Miðvogi er staðsett við gamla þjóðveginn hægra megin rétt fyrir ofan útivistarsvæði hunda á Akranesi og er Jón Þórir Guðmundsson garðyrkjufræðingur eigandi stöðvarinnar. Blaðamaður Skessuhorns kíkti í heimsókn til hans í blíðskaparviðri í lok síðustu viku til að athuga hvort einhver sumarblóm væri að sjá. Að sögn Jóns Þóris er ekki mikið af blómum…Lesa meira

true

„Ég ætla ekki að sauma fermingarfötin“

Rætt við Þórarin Frey Konráðsson fatahönnuð á þrettánda ári Á Hvanneyri í Borgarfirði býr Þórarinn Freyr Konráðsson, strákur á þrettánda ári sem segist alltaf hafa haft gaman að spá í föt og svolítið í tísku líka – ásamt því að líta vel út. Hann langaði mest að fá saumavél í jólagjöf fyrir síðustu jól svo…Lesa meira

true

Gamlir nemendur í Héraðsskólanum á Núpi hittast reglulega

Það var glatt á hjalla hjá dágóðum hópi fyrrum nemenda Héraðsskólans á Núpi við Dýrafjörð þegar komið var saman í heimahúsi á Akranesi síðastliðinn miðvikudag. Þessi samheldni hópur nemenda útskrifaðist frá skólanum 1958, fyrir 67 árum. Miðað við skólaspjaldið voru ríflega hundrað nemendur við skólann þennan vetur. Séra Eiríkur J Eiríksson var skólastjóri og stýrði…Lesa meira

true

Tengiráðgjafar vinna við að leysa félagslega einangrun fólks

Vitundarvakning um félagslega einangrun stendur nú yfir og hafa nokkrir tengiráðgjafar hafið störf víðsvegar um landið. Það er félags- og húsnæðismálaráðuneytið sem stendur fyrir átaksverkefni gegn félagslegri einangrun undir yfirskriftinni; Tölum saman. Með henni vilja stjórnvöld vekja athygli almennings á því hve alvarleg félagsleg einangrun er og hvernig við getum öll verið hluti af lausninni.…Lesa meira

true

Þetta var eins og þrælauppboð

Frásögn af seinustu fátækraflutningunum á Akranesi „Ég sé þetta oft fyrir mér, hann að koma heim úr langri sjóferð, spenntur að sjá öll börnin og konuna sína, en gengur inn og grípur í tómt.“ Þannig lýsir Sólveig Jónsdóttir, rithöfundur úr Hvalfirði, átakanlegri reynslu langalangömmu sinnar og -afa. Þessir atburðir höfðu djúp áhrif á líf allra…Lesa meira

true

Erfitt en lærdómsríkt tímabil

Rætt við Pétur Má Sigurðsson, þjálfara Skallagríms í 1. deild karla í körfubolta um tímabilið sem endaði í liðnum mánuði Skallagrímur í Borgarnesi spilaði í 1. deild karla í körfubolta á nýliðnu tímabili en Pétur Már Sigurðsson skrifaði síðasta sumar undir tveggja ára samning um þjálfun liðsins. Lið Skallagríms hefur verið í 1. deild karla…Lesa meira

true

Ákvað sjö ára að verða tannlæknir

Rætt við Valdísi Marselíu um tannlækningar og Skagabros á samfélagsmiðlum „Það er í raun bara markmiðið mitt að fólk fatti að það er ekki erfitt að sinna þessu, þetta tekur bara nokkrar auka mínútur. Þú færð tvö sett gefins; barnatennur og fullorðinstennur. Fyrir þriðja settið þarftu að borga.“ Skagamenn eru ekki bara þekktir fyrir knattspyrnu,…Lesa meira

true

Vilborg Lilja ráðin skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar

Ráðið hefur verið í starf skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar en Hilmar Már Arason fráfarandi skólastjóri sagði starfi sínu lausu í lok janúar. Fimm umsóknir bárust um starfið en Snæfellsbær fékk ráðgjafarfyrirtækið Hagvang til að halda utan um umsóknarferlið. Eftir að hafa metið umsóknir og tekið viðtöl mælti Hagvangur með því að Vilborg Lilja Stefánsdóttir yrði ráðin…Lesa meira