
Vilborg Lilja er nýr skólastjóri GSNB. Ljósm. Snæfellsbær.
Vilborg Lilja ráðin skólastjóri Grunnskóla Snæfellsbæjar
Ráðið hefur verið í starf skólastjóra Grunnskóla Snæfellsbæjar en Hilmar Már Arason fráfarandi skólastjóri sagði starfi sínu lausu í lok janúar. Fimm umsóknir bárust um starfið en Snæfellsbær fékk ráðgjafarfyrirtækið Hagvang til að halda utan um umsóknarferlið. Eftir að hafa metið umsóknir og tekið viðtöl mælti Hagvangur með því að Vilborg Lilja Stefánsdóttir yrði ráðin í starf skólastjóra sem bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur nú samþykkt samhljóða.