Fréttir
Hópurinn frá Núpi ásamt mökum sínum. Ljósm. mm

Gamlir nemendur í Héraðsskólanum á Núpi hittast reglulega

Það var glatt á hjalla hjá dágóðum hópi fyrrum nemenda Héraðsskólans á Núpi við Dýrafjörð þegar komið var saman í heimahúsi á Akranesi síðastliðinn miðvikudag. Þessi samheldni hópur nemenda útskrifaðist frá skólanum 1958, fyrir 67 árum. Miðað við skólaspjaldið voru ríflega hundrað nemendur við skólann þennan vetur. Séra Eiríkur J Eiríksson var skólastjóri og stýrði starfinu ásamt Kristínu Jónsdóttur eiginkonu sinni.

Gamlir nemendur í Héraðsskólanum á Núpi hittast reglulega - Skessuhorn