Fréttir

true

Voru án rafmagns síðdegis í gær

Rafmagnsbilun varð síðdegis í gær í Reykholtsdal og Hálsasveit í Borgarfirði. Nokkurn tíma tók að finna bilun og gera við, en rafmagn var komið á að nýju á tólfta tímanum um kvöldið, samkvæmt tilkynningu frá Rarik.Lesa meira

true

Endurvinnsla á saltgjalli og gjallsandi þarfnast ekki umhverfismats

Skipulagsstofnun hefur ákveðið að endurvinnsla á saltgjalli og gjallsandi á Grundartanga sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif samkvæmt viðmiði laga og því sé framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Það var fyrirtækið Alur álvinnsla sem óskaði eftir áliti Skipulagsstofnunar. Fyrirtækið hefur endurunnið álgjall á Grundartanga frá árinu 2012 og…Lesa meira

true

Greitt útsvar hækkar mest í Skorradalshreppi

Greitt útsvar fyrstu ellefu mánuði nýliðins árs hækkaði mest hjá Skorradalshreppi eða um 22,2% miðað við sömu mánuði ársins 2024. Þetta kemur fram í staðgreiðsluyfirliti til sveitarfélaga. Á sama tíma hækkaði greitt útsvar á landinu öllu um 9%. Greitt útsvar til fimm annarra sveitarfélaga á Vesturlandi hækkaði meira en landsmeðaltal á sama tíma. Í Hvalfjarðarsveit…Lesa meira

true

Fiskrækt verði stunduð með ábyrgum hætti

Atvinnuvegaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði og fiskrækt. Í tilkynningu í samráðsgátt kemur fram að lagðar séu til breytingar á ákveðnum þáttum er lúta að verulegu leyti að fiskrækt en einnig eru skilgreiningar og hugtök einfölduð og samræmd. Fram kemur að fiskrækt…Lesa meira

true

Fjórar fuglategundir metnar í bráðri útrýmingarhættu á Íslandi

Fjórar fuglategundir eru að mati Náttúrufræðistofnunar í bráðri útrýmingarhættu á Íslandi. Þetta kemur fram nýju riti Náttúrufræðistofnunar, Válisti fugla 2025, sem birt hefur verið á vef stofnunarinnar. Megintilgangur með útgáfunni er að draga fram hvaða tegundir eru í útrýmingarhættu hér á landi og veita upplýsingar sem styðja við aðgerðir til verndar náttúrunni. Válistinn er unninn…Lesa meira

true

Mestum afla landað í Rifi á liðnu ári

Á nýliðnu ári var 60.630 tonnum af sjávarfangi landað í höfnum á Vesturlandi. Er það 1,7% aukning í magní frá árinu 2024 þegar 59.570 tonnum var landað. Mestum afla var landað í Rifi; 21.083 tonnum sem er 9,5% aukning frá árinu á undan. Í Grundarfirði var landað 16.518 tonnum sem er 5,4% aukning á milli…Lesa meira

true

Opinber þjónusta vegur þyngst á Vesturlandi

Líkt og í öðrum landshlutum vegur stjórnsýsla, fræðsla, heilbrigðis- og félagsþjónusta þyngst í hlutdeild atvinnugreina í atvinnutekjum ársins 2024. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Byggðastofnunar. Hlutfallið var 32%. Þar á eftir kemur framleiðsla án fiskvinnslu með 18%, fiskveiðar og -vinnsla skila 12%, byggingastarfsemi 8%, verslun og viðgerðir skila 7%, gisti- og veitingarekstur er með…Lesa meira

true

Hefja átak í bólusetningu drengja fæddir 2008-2010

Sóttvarnalæknir er að hefja átak um bólusetningu drengja hér á landi sem fæddir eru árin 2008-2010 og verður bólusetning þessara árganga gjaldfrjáls í vetur. Í tilkynningu kemur fram að sýnt hafi verið fram á að HPV bólusetning er mikilvæg leið til að fækka krabbameinstilfellum. „Bólusetning gegn HPV veirunni hófst hér á landi árið 2011, fyrst…Lesa meira

true

Breytingar í yfirstjórn Kapp

Freyr Friðriksson stofnandi og eigandi Kapp ehf hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra KAPP, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. Kapp er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi, kjúklingaframleiðslu, smávöruverslanir og…Lesa meira