Voru án rafmagns síðdegis í gær

Rafmagnsbilun varð síðdegis í gær í Reykholtsdal og Hálsasveit í Borgarfirði. Nokkurn tíma tók að finna bilun og gera við, en rafmagn var komið á að nýju á tólfta tímanum um kvöldið, samkvæmt tilkynningu frá Rarik.