Freyr Friðriksson og Ólafur Karl Sigurðarson. Ljósm. Bent Marinósson

Breytingar í yfirstjórn Kapp

Freyr Friðriksson stofnandi og eigandi Kapp ehf hefur ákveðið að hætta sem forstjóri félagsins og verður stjórnarformaður þess. Ólafur Karl Sigurðarson, sem gegnt hefur stöðu aðstoðarforstjóra KAPP, síðastliðið rúmt ár, tekur við sem forstjóri. Kapp er íslenskt tæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í kæliþjónustu, framleiðslu, sölu og þjónustu á tækjabúnaði fyrir sjávarútveg, fiskeldi, kjúklingaframleiðslu, smávöruverslanir og annan iðnað. Fyrirtækið er meðal annars með starfsemi á Akranesi en árið 2024 keypti það eignir og einkaleyfi úr þrotabúi Baader-Skagans 3X á Akranesi og endurreisti starfsemi við Krókalón undir merkjum Kapp.